Viðbúnaðarstig lækkað

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Eskifirði ákveðið að færa viðbúnað almannavarna vegna eldgossins í Grímsvötnum af neyðarstigi niður á hættustig.

Gosmökkurinn hefur ekki sést á ratsjá frá kl. 03:30 í fyrrinótt. Klukkan 13:45 sáu flugmenn gufubólstra, sem náðu upp í um 2000 metra hæð.

Ekki er hægt að útiloka að öflugir öskustrókar geti komið fyrirvaralaust og er því fólk varað við að fara nærri gosstöðvunum.

Fyrri greinÍtreka boðið á Borg
Næsta greinHyggjast opna veitingastað á Kili