Vg í Árborg styður Atla

Stjórn Vinstri grænna í Árborg væntir góðs samstarfs við þingmann sinn, sem ætlar að starfa áfram innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og fylgja stefnu hreyfingarinnar.

Á stjórnarfundi Vg í Árborg í gærkvöldi var samþykkt bókun þar sem úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vg er hörmuð.

Stjórnin telur mikilvægt að þingmaður Vg í kjördæminu taki virkan þátt í þeirri mikilvægu stefnumótun og vinnu sem fram þarf að fara í þingflokki Vg við úrlausn vandasamra verkefna, bæði heima í héraði og á landsvísu.

Stjórn Vg í Árborg lýsir yfir stuðningi við sitjandi ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar.