Vestanstormur og éljagangur

Veðurstofan varar við stormi eða roki (20-25 m/s) víða um land á miðvikudag, með éljahryðjum og lélegu skyggni.

Spáð er vestan hvassviðri, stormi og jafnvel roki, (15-25 m/s) um allt land, fyrst um landið vestanvert frá því snemma morguns en um allt land fyrir hádegi.

Búast má við éljahryðjum til fjalla og lélegu skyggni, en slyddu- eða hagléljum á láglendi. Veðrið fer að ganga niður um landið norðvestanvert upp úr hádegi, en að kvöldi suðaustantil.

Búast má við vonskuveðri og hríð á miðhálendinu.

Fyrri greinSamningur um Landgræðsluskóga undirritaður
Næsta greinDrangar á forvalslista Norrænu tónlistarverðlaunanna