Vespuökumaður með augun á símanum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vespa og bifreið lentu í árekstri á gatnamótum Sigtúns og Engjavegar á Selfossi á miðvikudaginn í síðustu viku.

Eftir skoðun sjúkraflutningsmanna á ökumanni vespunnar á vettvangi var ekki talin þörf á að flytja viðkomandi á sjúkrahús.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ökumaður vespunnar hafi ekið af vinstri akrein Sigtúns inn á Engjaveg og hafði hann verið að líta á klukkuna í síma sínum þegar áreksturinn varð.

Fyrri greinOliver ökklabrotnaði á fyrstu æfingu
Næsta greinSunnlensku liðin töpuðu öll