Verulegar tafir á umferð vegna malbikunar

Nýja hringtorgið á Flúðum. Ljósmynd/Erla Björg Arnardóttir

Frá miðvikudeginum 25. ágúst til föstudagsins 27. ágúst verða malbikunarframkvæmdir við nýja hringtorgið á Flúðum.

Framkvæmdir hefjast kl. 10:30 á miðvikudagsmorgun og má búast við verulegum umferðartruflunum og tímabundnum lokunum á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur.

Vegfarendur eru beðnir að sýna biðlund og tillitssemi vegna þessa og virða tilmæli um lækkun hámarkshraða. Vegagerðin bendir fólki á hjáleiðir um Biskupstungnabraut og Skálholtsveg.

Fyrri greinÖrn ráðinn íþróttastjóri handknattleiksdeildar
Næsta greinTómas Ellert ráðinn kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu