Verulega dregið úr starfseminni í júlí

Verulega verður dregið úr starfsemi hand- og lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi þar sem ekki fást nægilega margir hjúkrunarfræðingar til afleysinga.

“Mörg undanfarin sumur hefur rúmum verið fækkað töluvert alla sumarmánuðina þrjá á deildinni, m.a. vegna lokunar á skurðstofu og erfiðleika við að fá fólk í afleysingar,” sagði Anna María Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, í samtali við sunnlenska.is.

“Í sumar var ákveðið að hafa deildina opna að fullu nema verulega er dregið úr starfsemi í júlí og fram yfir Verslunarmannahelgi. Starfsemi fæðingardeildar og hjúkrunardeilda verður óskert,” sagði Anna María.