Veruleg úrkoma á Suðurlandi

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á viðvörun Veðurstofu Íslands vegna lægðar sem gengur upp að landinu á laugardagsmorgun.

Spáð er verulegri úrkomu víða á sunnan- og vestanverðu landinu fram á aðfaranótt sunnudags. Mest verður rigningin á Suðausturlandi og má búast við verulegum vatnavöxtum sunnan jökla, á láglendi jafnt sem hálendi. Við slíkar aðstæður gæti skriðuhætta aukist.

Ferðafólk er hvatt til að gæta ítrustu varúðar við vatnsföll.

English version

A low is approaching Iceland Saturday morning and high precipitation levels are forecast until early Sunday morning for much of S- and W-Iceland. Heavy rainfall is expected in the southeastern part of the country, leading to increased discharge in rivers and creeks in lowland and highland regions, which can trigger landslides.

Special caution is required when attempting to cross unbridged rivers under these conditions.

Fyrri greinDagný best í seinni umferðinni
Næsta greinNýr námsvefur í dönsku eftir sunnlenska höfunda