Veruleg aukning í málafjölda hjá rannsóknardeildinni

Á síðasta ári voru skráð hjá lögreglunni í Árnessýslu 6.882 brot og verkefni á móti 7.951 verkefnum árið 2012.

Hjá rannsóknardeild varð veruleg aukning á rannsóknum kynferðisbrota, alvarlegra slysa og líkamsárása. Kynferðisbrot voru 40, alvarleg slys 26, þar af níu banaslys og alvarlegar líkamsárásir 17.

Árið 2012 voru kynferðisbrot 16, alvarleg slys 12, þar af tvö banaslys og alvarlegar líkamsárásir 13.

Fyrri greinLýst eftir vitnum vegna umferðarslyss
Næsta greinBeið björgunar ómeiddur á 20-30 metra dýpi