Vertíðarstemmning á Eyrarbakka

Máni ÁR frá Eyrarbakka kom að landi í Þorlákshöfn í gær með afla úr línuróðri þar sem lagt var undan Selvogi. Aflinn var 2,8 tonn á 24 bala.

Haukur Jónsson, útgerðarmaður á Eyrarbakka, Arnar Sverrisson á Selfossi og Hafsteinn Jónsson á Stokkseyri hófust strax handa við að vinna hinn stóra og fallega þorsk í aflanum.

Þorskurinn fer síðan með flugi til Frakklands á næstu klukkutímum.

Fyrri greinLeiklist: Þrek og tár á Selfossi
Næsta greinFjórir Rangæingar í U17-landsliðinu