Versnandi veður sunnanlands

Veður er tekið að versna hér sunnanlands með austan hvassviðri og ofanhríð. Búast má við hvössum vindhviðum við fjöll og versnandi færð í kvöld.

Gert er ráð fyrir að snjókomunni sloti um kl. 18 til 20 og vind lægi þá jafnframt, en fram að því verða 15-20 m/s á Sandskeiði og Hellisheiði, kóf og lélegt skyggni.

Það er flughálka og skafrenningur á Hellisheiði en snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði og í Þrengslum en hálka eða hálkublettir víða á Suðurlandi. Hálkublettir og snjókoma er í kringum Vík og á Mýrdalssandi.

Fyrri greinFossbúar í nýju húsnæði
Næsta greinEinn í gæsluvarðhald eftir skotárásina