Versluninni Borg lokað

Verslunin Borg á Borg í Grímsnesi.

Versluninni Borg á Borg í Grímsnesi verður lokað á næstunni samkvæmt tilkynningu frá rekstraraðilum hennar.

„Nú er svo komið að við stöndum frammi fyrir kveðjustund. Við getum því miður ekki lengur barist fyrir lífinu í búðinni og þó við höfum ætlað að þrauka fram yfir hvítasunnu þá breyttust aðstæður snögglega og við höfum ákveðið að rífa plásturinn af,“ segir í tilkynningunni en íbúum Borgar verður boðið upp á afslátt næstu daga og „brunaútsala“ verður um helgi og meðan eitthvað er til.

„Afsláttur verður 25-50 prósent og verður þá verðið um og undir Bónusverði. Við eigum eftir að sakna ykkar sárt, takk fyrir samveruna undanfarin ár,“ segir í kærleikskveðju Bjargar, Dodda, Sigurjóns og Siggu.

Ljósmynd/Olís
Fyrri greinVín & fíólín í Vínstofu Friðheima
Næsta greinÞórdís ráðin bæjarritari og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs