Verslun og þjónusta fær selfoss.is

Sveitarfélagið Árborg hefur gert samkomulag við Samtök verslunar og þjónustu í Árborg um afnot samtakanna af léninu www.selfoss.is.

Samtökin fá ótímabundin afnot af léninu en stefnan er hjá þeim að koma upp upplýsinga- og auglýsingasíðu sem eykur sýnileika verslana á svæðinu og hvetur fólk til að nýta sér þá þjónustu sem í boði er.

Það voru nöfnurnar Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sv. Árborgar og Ásta B. Kristinsdóttir frá samtökunum sem undirrituðu samkomulagið.

Fyrri greinLeyfðu sex hænur en engan hana
Næsta grein„Árbær er frábær“