Verslanir Jötuns opnaðar aftur

Dyrnar standa opnar í verslun Jötunn á Selfossi. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Verslanir Jötunn Véla á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum hafa verið opnaðar tímabundið á nýjan leik en þeim var lokað í síðustu viku eftir að stjórn félagsins lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti.

Að sögn Óskars Sigurðssonar, skiptastjóra hjá Lex lögmannsstofu, eru verslanirnar reknar áfram í samráði við veðhafa og unnið er að sölu eigna búsins.

Öllu starfsfólki Jötuns hefur verið sagt upp en þrotabúið réð nokkra þeirra til áframhaldandi starfa.

Þegar sunnlenska.is leit við í Jötunn á Selfossi í dag var mikið að gera í versluninni enda ýmsar vörur þar seldar með góðum afslætti.

Fyrri greinSelfoss fær reynslumikinn sóknarmann
Næsta greinEva María afreksmaður frjálsíþróttadeildar Selfoss