Verkstæði á Hellu mikið skemmt eftir eldsvoða

Ljósmynd/Brunavarnir Rangárvallasýslu

Eldur kom upp á rafmagnsverkstæði við Dynskála á Hellu í kvöld og er húsið mikið skemmt eftir eldsvoðann.

Brunavarnir Rangárvallasýslu fengu boð um eldinn rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp.

Slökkvistarf gekk greiðlega en talsverður eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Á vef RÚV er greint frá því að húsið sé tvískipt og er haft eftir Leif Bjarka Björnssyni, slökkviliðsstjóra, að brunaveggur milli hólfanna hafi haldið.

Slökkviliðið er enn að störfum við að reykræsta en húsið verður vaktað í kvöld áður en lögreglan á Suðurlandi getur hafið rannsókn á upptökum eldsins.

Fyrri greinHamar tapaði í fyrstu umferð
Næsta greinVilja byggja upp öfluga rannsóknarmiðstöð garðyrkjunnar að Reykjum