Verklok við Laugaland tefjast

Eins og kunnugt er eru Veitur að bora eftir heitu vatni í landi Götu við Laugaland. Verklok hafa tafist af ófyrirsjáanlegum aðstæðum.

Núverandi dýpi holunnar er 975 m en áætlað er að bora niður á 1800 m dýpi.

„Á meðan borframkvæmd stendur er ekki hægt að nýta nærliggjandi vinnsluholu. Þar af leiðandi mun verða óbreytt staða á hitastigi vatns á meðan borframkvæmd stendur. Búist er við því að um þrjár vikur séu eftir af bortíma. Að borun lokinni verður vinnsluholan ræst að nýju,“ segir í tilkynningu frá Veitum sem biðjast velvirðingar á þessari töf.

Fyrri greinEndurnýjaður samningur um frítímastarf í Selfosskirkju
Næsta greinMagnús snýr aftur