Verkföll halda áfram í vikunni

Verkfallsverðir og félagar í FOSS gengu á fund bæjaryfirvalda í Árborg í síðustu viku. Ljósmynd/FOSS

Verkföll aðildarfélaga BSRB halda áfram en í dag eru starfsmenn á leikskólum í Árborg og Hveragerði í verkfalli til kl. 12:00.

Á morgun, miðvikudag, eru leikskólastarfsmenn í verkfalli allan daginn, sem og hafnarstarfsmenn í Ölfusi. Á fimmtudag eru leikskólastarfsmenn í verkfalli til kl. 12 og á föstudag eru hafnarstarfsmenn í Ölfusi í verkfalli.

Ef ekki semst munu verkföllin svo halda áfram mánudaginn 5. júní og er þá um mun víðtækari aðgerðir að ræða, þar sem starfsmenn leikskóla, hafna, bæjarskrifstofa, áhaldahúsa, sundlauga og íþróttamannvirkja munu hefja verkföll. Auk Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss munu þá hefja verkföll starfsmenn leikskóla í Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi og starfsmenn íþróttamannvirkja í sömu sveitarfélögum, auk Rangárþings ytra.

Fyrri greinHelgi Valur öruggur á punktinum í sigri á Samherjum
Næsta greinDýpkunarskip á leið í Landeyjahöfn