Verkfalli kennara frestað

Fjölbrautaskóli Suðurlands. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt á samningafundi í dag.

Samningsaðilar hafa náð saman um ramma um hvernig standa skuli að gerð kjarasamninga. Þeir hafa nú tvo mánuði til þess að ná saman um sjálfa kjarasamningana og gildir friðarskylda á meðan. Það þýðir að verkföllum verður aflýst þangað til út janúar hið minnsta.

Verkfall kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur staðið síðan 29. október og leikskólakennarar á Óskalandi í Hveragerði höfðu samþykkt verkfall frá 10. desember. Kennsla í FSu mun hefjast þriðjudaginn 3. desember og stendur til 20. desember.

Fyrri greinAðalmálið að kjósendur komist á kjörstað
Næsta greinÖruggt á Akureyri