Verkfærum fyrir á aðra milljón króna stolið

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Brotist var inn í vinnuskúr við Stóru Laxá í síðustu viku, á mánudag eða þriðjudag, og þaðan stolið rafmagnsverkfærum fyrir á aðra miljón króna.

Um er að ræða Dewalt og Milwakee verkfæri af ýmsum tegundum. Skemmdir á húsnæðinu voru óverulegar.

Síðastliðinn mánudag var lögreglunni sömuleiðis tilkynnt um að pípulagnaefni og verkfæri voru horfin úr húsbyggingu á Selfossi. Andvirðið var umtalsvert og tjónið eftir því.

Þriðja innbrotið sem lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um í síðustu viku var á íþróttavellinum á Selfossi, eins og sunnlenska.is hefur áður greint frá.

Fyrri greinErlent samstarf í blóma þrátt fyrir COVID-19
Næsta greinSelfoss kærir leikinn gegn Stjörnunni-U