Verkfærum stolið í Grafningnum

Brotist var inn í skemmu við Nesjar í Grafningi aðfaranótt aðfaranótt föstudags og þaðan stolið handverkfærum og skrúflyklum.

Lögreglan óskar upplýsinga, búi einhver yfir þeim, um gerendur í því tilviki.

Þá var einnig farið inn í bátaskýli við Svínahlíð í Grafningi en óljóst er hvort einhverju hefur verið stolið þaðan.