Verk Svövu Sigríðar á jólakortum Blindrafélagsins

Bjartur dagur á aðventu eftir Svövu Sigríði Gestsdóttur.

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfssemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé og þar gegnir sala jólakorta veigamiklu hlutverki.

Með því að kaupa jólakort félagsins, tekur þú virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.

Jólakortin og merkispjöldin eru með myndinni Bjartur dagur á aðventu eftir Svövu Sigríði Gestsdóttur, myndlistarmann.

Meðal annars er hægt er að kaupa kortin í vefverslun Blindrafélagsins.

Blindrafélagið hvetur alla velunnara sína að styðja félagið með kaupum á þessum fallegu jólakortum og merkispjöldum.

Fréttatilkynning

Fyrri greinSöguleg skáldsaga um þýska flóttamenn í Hekluhrauni
Næsta greinMaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi