Verðlaunasögur í Grunnskólanum í Hveragerði

Íris og Vigdís. Ljósmynd/Aðsend

Í tilefni Evrópska tungumáladagsins þann 26. september stóð Félag enskukennara á Íslandi fyrir smásagnakeppni á ensku á meðal grunn- og framhaldsskóla landsins.

Grunnskólinn í Hveragerði tók þátt í keppninni eins og áður en keppt er í þremur flokkum. Undir venjulegum kringumstæðum eru úrslit kynnt og glæsileg bókaverðlaun afhent fyrir þrjár sögur sem skara framúr í hverjum flokki fyrir sig fyrir áramót. Vegna áhrifa af COVID-19 tókst það að þessu sinni ekki fyrr en í dag, á öskudaginn.

Í flokknum 5. bekkur og yngri fengu eftirtaldir nemendur bækur eftir Roald Dahl: Vigdís Kemp Helgadóttir, Íris Elma Björgvinsdóttir og Sigurður Grétar Gunnarsson.

Í flokknum 6. – 7. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur í bókaflokknum um Harry Potter eftir J. K. Rowling: Hrafnhildur Sif Gunnarsdóttir, Kveldúlfur Ari Ottóson Borg og Viktor Helgi Eyþórsson.

Í flokknum 8. – 10. bekkur fengu eftirtaldir nemendur einnig bækur í bókaflokknum um Harry Potter eftir J. K. Rowling: Heiðar Þór Grétarsson, Freydís Ósk Martin og Helga María Janusdóttir, auk þess sem Kiefer Rahhad Arabiyat Bárðarsson fékk sérstök aukaverðlaun.

Vinningssögurnar voru sendar í landskeppnina.

Á myndunum með fréttinni eru nemendurnir með Ólafi Jósefssyni, enskukennara, Heimi Eyvindarsyni, deildarstjóra elsta stigs og Sigmari Karlssyni, deildarstjóra miðstigs.

Sigurður. Ljósmynd/Aðsend
Kveldúlfur. Ljósmynd/Aðsend
Viktor og Hrafnhildur. Ljósmynd/Aðsend
Helga. Ljósmynd/Aðsend
Heiðar og Kiefer. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinBörnin syngjandi glöð á öskudaginn
Næsta grein„Setjum stefnuna á að vinna allt sem er í boði“