Verða af milljónum vegna rangrar skráningar

Á Selfossi eru þess dæmi að heilar blokkir hafi ekki hlotið lokaúttekt. Þetta þýðir tekjutap fyrir Sveitarfélagið Árborg í formi lægra fasteignamats.

Mörg dæmi eru um að íbúðarhúsnæði sé aðeins skráð á fokheldisstigi þrátt fyrir að lokaúttekt ætti að hafa farið fram og fólk hafi búið í viðkomandi húsnæði í langan tíma og þrátt fyrir að húsnæðið sé komið í annað horf en fokheldisstig segir til um.

„Við fáum öðru hvoru ábendingar um slíkt,“ segir Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. Hún vill ekki skjóta á hversu miklum tekjum sveitarfélagið verður af vegna þessa.

Hún bendir hinsvegar á að stutt sé síðan skipulega var farið yfir skráð byggingarstig íbúða í sveitarfélaginu, einmitt eftir ábendingar og fréttaskrif. Heimildir Sunnlenska úr bæjarkerfinu segja að þær aðgerðir hafi skilað bæjarsjóði milljónum króna í tekjur.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinPilturinn ekki alvarlega slasaður
Næsta greinFjölnota stóll afhentur á Kirkjuhvoli