Verður væntanlega byggt í Hagalandinu á Selfossi

Starfshópur um ný hjúkrunarrými í Árnessýslu hefur lagt til að sveitarfélögin komi sér saman um að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt á Selfossi. Sótt verði um 60 rými og er þá bæði horft til þess biðlista sem er eftir hjúkrunarrýmum í sýslunni.

Þá er einnig til grundvallar upplýsingar um að ekki séu uppi áform af hálfu heilbrigðisyfirvalda um að bæta húsakost á dvalar- og hjúkrunarheimilum í sýslunni sem telst ekki hafa viðunandi húsnæði, heldur að horft sé til þess að í framtíðinni verði byggt upp nýtt heimili á svæðinu.

Reiknað er með að nýja hjúkrunarheimilið verði byggt í Hagalandinu á Selfossi en þar á Sveitarfélagið Árborg lóð, sem ætluð er fyrir starfsemi af þessu toga. Aðrir kostir koma líka til greina.

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt tillögur hópsins og hvetur til þess að ríkisvaldið komi að uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Selfossi.

Fyrri greinHamar úr leik í bikarnum
Næsta greinHamar áfram í bikarnum – Þór úr leik