Verðmætum verkfærum stolið úr bíl

Aðfaranótt föstudags var brotist inn í hvíta Toyota Hilux bifreið við Víðivelli 15 á Selfossi og stolið úr henni ýmsum verðmætum rafmagnsverkfærum.

Má þar nefna höggborvél, lasera, hleðslusett, sög, kíttissprautu, gifsskrúfvél og pinnabyssu en tækin voru frá framleiðendunum DeWalt, Makita og Bosch. Verðmæti þýfisins er á bilinu 6-700 þúsund krónur.

Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinHeilsuvika á Suðurland FM
Næsta greinUndir áhrifum í umferðinni á ótryggðum bíl