Verðlaun veitt í jólastafaleiknum

Í gær afhenti Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, heppnum þátttakendum í jólastafaleiknum 2013 verðlaun.

Þrír þátttakendur voru dregnir út en allir þeir sem skiluðu inn réttum lausnum áttu möguleika á vinningum. Leikurinn gekk út á að finna bókstaf í öllum jólagluggunum sem opnaðir voru víðsvegar um sveitarfélagið í desember síðastliðnum og setja þá rétt inn á þar til gert eyðublað. Þegar allir stafirnir voru komnir átti að vera hægt að lesa út setningu sem í voru svör við tveimur spurningum.

Allir vinningshafarnir höfðu svarað rétt og sett alla stafinu á réttan stað. Á meðfylgjandi mynd eru vinningshafarnir þrír þau Almar Öfjörð, Viktoría Eva og Kristján Valur ásamt Kjartani Björnssyni að lokinni verðlaunaafhendingu