Verðlaun veitt í jólaskreytingasamkeppni

Síðastliðinn laugardag afhenti Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar verðlaun fyrir þrjú best skreyttu íbúðarhúsin og best skreytta fyrirtækið í Sveitarfélaginu Árborg.

Best skreytta fyrirtækið er Lindin tískuvöruverslun sem er staðsett að Eyrarvegi 29 á Selfossi.

Jólaskreytingarnar á íbúðarhúsunum voru mjög fjölbreyttar í ár og mörg hús sem komu til greina en dómnefndin valdi Urðarmóa 15 og Austurveg 29 á Selfossi og Stjörnusteina 18 á Stokkseyri sem best skreyttu íbúðarhúsin árið 2015.

Húseigendurnir hlutu fjölda glæsilegra verðlauna frá þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem standa að keppninni í samvinnu við sveitarfélagið.

Þrjú best skreyttu íbúðarhúsin 2015:
Urðarmói 15 (Guðmundur Kr. Jónsson og Lára Ólafsdóttir)
Stjörnusteinar 18 (Jóhann H. Jónsson og Evlalía Sigr. Kristjánsdóttir)
Austurvegur 29 (Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson)