Verðbreytingar á leiguhúsnæði

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur unnið að enduskoðun á leigufjárhæðum leiguíbúða og félagslegra íbúða í sveitarfélaginu, en ekki hafa verið gerðar breytingar á þeim síðan árið 2009.

Samþykkt var samhljóða á fundi sveitarstjórnar fyrir stuttu að leigusamningar vegna íbúðarhúsnæðis og bílskúra taki verðbreytingum og fylgi neysluverðsvísitölu með húsnæðiskostnað.

Skal það gert tvisvar á ári þar til að sveitarstjórn ákveður annað.

Fyrri greinSíðasti sýningardagur og listamannaspjall
Næsta greinNýtt gistiheimili í stað kaffihúss