Veltu fólksbíl á Kjalvegi

Erlendur ferðamaður velti fólksbíl sínum á Kjalvegi um miðjan dag í dag.

Ekki urðu slys á fólki í slysinu. Bíllinn valt tvær veltur og er óökufær.

Slysið átti sér stað um tveimur kílómetrum fyrir ofan Gullfoss en á þeim slóðum er merki um að vegurinn sé ekki fólksbílafær.