Velti undir áhrifum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af þremur ökumönnum í síðustu viku sem grunaðir eru um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja við akstur bifreiða sinna.

Einn þeirra velti bíl sínum á Suðurlandi, skammt frá Landvegamótum og var hann fluttur á sjúkrahús. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Annar var stöðvaður á Hellu við almennt umferðareftirlit og sá þriðji á þjóðvegi 1 við Kotströnd. Í bíl hans fundust kannabisefni í neysluskömmtum.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að auk þess hafi nítján ökumenn verið kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu í síðustu viku. Átta þeirra voru í Árnessýslu, þrír í Rangárþingi, fjórir í Skaftárhreppi og fjórir í eða við Hornafjörð.

Fyrri greinFSu áfram í Gettu betur
Næsta greinVarasamt ferðaveður í kvöld og nótt