Velti snjósleða tvívegis

Karlmaður handarbrotnaði aðfaranótt sunnudags á veitingastað á Selfossi eftir að hafa hoppað af borði niður á stól og lent í gólfinu.

Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi til skoðunar.

Þá axlar- og fótbrotnaði kona sem velti vélsleða á Langjökli við Skálpanes í vikunni. Konan var í snjósleðaferð og hafði velt sleðanum en náð að koma honum á réttan kjöl aftur en stuttu síðar valt sleðinn aftur með fyrrgreindum afleiðingum. Hún var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala í Fossvogi.