Velti bíl út í Ytri-Rangá

Tveir ökumenn voru teknir í síðustu viku í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, grunaðir um ölvun við akstur.

Annar þeirra var að aka eftir bökkum Ytri Rangár um miðjan dag á mánudegi þegar bakki gaf sig og bifreiðin valt út í ána.

Ekki urðu slys á fólki við þetta.

Fyrri grein„Þetta var geggjað í 40 mínútur“
Næsta greinVar að skrifa SMS og velti