Vélsleðaslys á Heklu

Hekla. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í hádeginu voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna vélsleðaslyss á Heklu.

Samkvæmt fyrstu tilkynningu er viðkomandi staddur um 200 metra frá toppnum. Veður er ágætt og aðstæður því góðar að því leytinu.

Þar sem mikill fjölda björgunartækja er á sameiginlegri æfingu björgunarsveita á Austurlandi voru snjóbílar úr Reykjavík einnig kallaðar út.

UPPFÆRT KL. 13:30: Um klukkan eitt komu fyrstu björgunarmenn að manninum, veittu honum fyrstu hjálp og hlúðu að honum. Hann var svo settur um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Björgunarmenn eru enn á vettvangi að huga að samferðamönnum og vélsleða mannsins.

Fyrri greinSelfoss í úrslit þrátt fyrir tap
Næsta greinFólk í sjálfheldu ofan Reykjadals