Vélsleðamaður slasaðist á andliti

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Átta umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og voru meiðsli fólks minniháttar í öllu nema einu.

Þar var um að ræða ökumann vélsleða sem fór frá heimili sínu í V-Skaftafellssýslu síðastliðinn laugardag og slasaðist að því er virðist við að aka í lækjarfarveg sem var á leið hans.

Maðurinn var skoðaður á heilbrigðisstofnun en útskrifaður þaðan samdægurs tannbrotinn og með áverka á andliti.

Fyrri greinAllt gekk á afturfótunum á lokakaflanum
Næsta greinMílan deildarmeistari í utandeildinni