Vélsleðamaður sóttur með þyrlu

Fyrr í dag klukkustund voru Björgunarsveitin Víkverji og Björgunarsveitin Dagrenning kallaðar út vegna konu sem hafði fallið af vélsleða við Sólheimajökul.

Björgunarmenn hlúðu að konunn en hún varð talin slösuð á öxl, jafnvel brotin. Þyrla var því kölluð til en þar sem loft var mjög ókyrrt og mikill vindur átti hún erfitt með að lenda á slysstað. Var því ekið afar varlega með konuna niður að Sólheimaskála og lenti þyrlan þar um fjögurleytið. Konan var flutt á sjúkrahús til nánari skoðunar og meðhöndlunar.

Fyrri greinSíðari hluti sýningarinnar opnaður
Næsta greinTýndist í Tindfjöllum