Vélsleðamaður slasaðist við Hlöðufell

Vélsleðamaður ók fram af hengju við Hlöðufell síðdegis í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti hann á sjúkrahús í Reykjavík.

Á fimmta tug björgunarsveitarmanna úr Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út ásamt sjúkraflutningamönnum frá Selfossi. Þungt færi var á slysstað og nánast eingöngu fært snjóbílum og vélsleðum.

Félagar hins slasaða fluttu hann í skála og biðu þar aðstoðar. Við Hlöðufell var skafrenningur og skyggni lítið en rofar til á milli.

UPPFÆRT KL. 17:37

Fyrri greinTuttugu og átta herbergi fyrir þrjúhundruð milljónir króna
Næsta greinHanna með landsliðinu til Sviss