Vélsleðaslys á Lyngdalsheiði

Maður féll af vélsleða á Lyngdalsheiði um kl. 22:30 í kvöld og er talið að hann hafi farið úr axlarlið.

Félagar mannsins komu honum til hjálpar og óku honum á öðrum vélsleða niður á gamla Gjábakkaveginn þar sem sjúkrabíll frá Selfossi tók á móti manninum. Farið verður með manninn á slysadeild í Reykjavík.