Vélsleðamaðurinn mjaðmagrindarbrotnaði

Vélsleðamaðurinn sem slasaðist í alvarlegu slysi við Klukkuskarð í Bláskógabyggð síðastlðinn miðvikudag reyndist mjaðmagrindarbrotinn auk þess sem hann fékk innvortis meiðsli.

Ógerningur var að koma bifreið að slysstað og því var leitað til Landhelgisgæslunnar sem sendi þyrlu á staðinn. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala.

Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn féll af sleðanum og varð undir honum.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Fingralangt par á ferðinni
Næsta greinNafn drengsins sem lést