Vélsleðamaður slasaðist í Þjófadölum

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norður- og Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan 17:30 í dag vegna vélsleðamanns sem slasaðist í Þjófadölum austan Langjökuls.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, fór í loftið rétt fyrir klukkan sex og var hún komin á slysstaðinn um fjörutíu mínútum síðar. Þar hlúðu stýrimaður og læknir þyrlunnar að hinum slasaða og var hann svo fluttur um borð. Þyrlan fór aftur í loftið um klukkan sjö og hálftíma síðar lenti hún við Landspítalann í Fossvogi.
Ekki er vitað um meiðsli mannsins að svo stöddu.
Um 80 sjálfboðaliðar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í aðgerðinni.

UPPFÆRT KL. 23:19