Vélsleðamaður slasaðist á Goðalandsjökli

Björgunarsveitir frá Vík, Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út eftir hádegi í dag þegar tilkynnt var um slasaðan vélsleðamann á Goðalandsjökli.

Sendir voru vélsleðar, bílar og snjóbíll á jökulinn. Sleðahópum frá Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ, sem voru á ferð á Syðra Fjallabaki, var einnig beint á slysstað.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og lenti hún á slysstaðnum um kl. 14. Maðurinn var fluttur með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er talið að hann sé í lífshættu.

UPPFÆRT KL. 14:28.