Vélhjólamaður slasaðist við Tintron

Ljósmynd/Björgunarsveitin Ingunn

Björgunarsveitum í uppsveitum Árnessýslu barst útkall rétt fyrir klukkan tvö í dag vegna vélhjólaslyss við Tintron norðan við gamla Gjábakkveg.

Björgunarsveitarmenn komu fyrstir á staðinn og hlúðu að þeim slasaða þar til sérhæfðari aðstoð barst. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti svo við slysstaðinn og flutti hinn slasaða á Landsspítalann.

Fyrri greinHamar úr leik í bikarnum
Næsta greinHvernig endurreisum við samfélag?