Velferðarþjónusta Árnesþings sett á fót

Uppsveitir Árnessýslu, Flóahreppur, Hveragerði og Ölfus hafa sameinast um að reka sameiginlega félagsþjónustu sem ber nafnið Velferðarþjónusta Árnesþings.

Velferðarþjónustan verður með þrjár starfsstöðvar og einn sameiginlegan félagsmálastjóra og eina velferðarnefnd sem fer með málefni félagsþjónustu og barnaverndar.

Nýráðinn félagsmálastjóri er María Kristjánsdóttir og er starfsstöð hennar í Hveragerði.

Ráðnir hafa verið félagsráðgjafar/ráðgjafar á hverja starfstöð þ.e. í Ölfus, Hveragerði og Laugarás. Þeir eru Eyrún Hafþórsdóttir í Ölfusi, Halla Dröfn Jónsdóttir í Hveragerði og Nanna Mjöll Atladóttir í Laugarási.

Í Velferðarnefnd Árnesþings sitja:
Aðalmenn:

Unnur Þormóðsdóttir, formaður
Harpa Dís Harðardóttir, varaformaður
Jón Páll Kristófersson,
Helena Helgadóttir
Alma Anna Oddsdóttir

Varamenn:
Harpa Hilmarsdóttir
Íris Ellertsdóttir
Birkir Sveinsson
Bjarney Vignisdóttir
Hörður Óli Guðmundsson

Fyrri greinDanskur kór í Skálholti
Næsta greinHeppilegra að sækja heita vatnið í hreppana