Vélaskemma í Þykkvabæ eyðilagðist í eldi

Vélaskemma í Þykkvabæ skemmdist mikið í bruna aðfaranótt föstudags. Eigandi hennar kom að henni um klukkan 8:30 á föstudagsmorgun og blasti tjónið þá við honum en eldurinn var slokknaður.

Eigandinn hafði verið að vinna í skemmunni kvöldið áður og allt var í lagi þegar hann yfirgaf hana.

Tæknideild lögreglunnar sá um vettvangsrannsókn og er að vinna úr niðurstöðum hennar.

Fyrri greinÞór Davíðsson Íslandsmeistari
Næsta greinGestahús brann til kaldra kola