Vélaskemma brann í Landbroti

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eldur kom upp í vélageymslu á sveitabæ í Landbroti síðastliðinn sunnudag. Verið var að vinna við rafsuðuvinnu í skemmunni þegar eldsins varð vart.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi leitaði þrennt sér læknisaðstoðar vegna gruns um reykeitrun af völdum eldsins. 

Umtalsvert tjón varð á húsnæðinu og vélum og búnaði í því. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar upptök eldsins. 

Fyrri greinTap í lokaumferðinni
Næsta greinÁlag á sekt fyrir hraðakstur á þungum bíl