Vélarvana við Reynisdranga

Rétt fyrir 18:00 var Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal kölluð út vegna vélarvana hjólabáts úti fyrir Reynisdröngum.

Bjögunarbátur Víkverja fór á vettvang og aðstoðaði bátinn en ekki var nein hætta á ferðum og veður var gott á svæðinu.

Annar hjólabátur var kallaður til og dró hinn að landi.

UPPFÆRT 17/7/12 kl. 10:33