Vélarvana suður af Þorlákshöfn

Oddur V. Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var kallað út hálftólf í gærkvöldi vegna vélavana línubáts skammt sunnan Þorlákshafnar.

Gott veður var á svæðinu og lítil hætta talin vera á ferðinni. Tveir menn voru um borð í bátnum.

Báturinn var tekinn í tog og dreginn til Grindavíkur.