Vélarvana bátur dreginn að landi

Bátahópar björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni og Björgunarfélags Árborgar voru kallaðir út í dag vegna vélarvana báts á Þingvallavatni.

Báturinn var staðsettur á miðju vatninu og var einn maður um borð. Hann var vel búinn og sakaði ekki.

Sveitirnar sendu tvo báta á vettvang sem tóku bátinn í tog og drógu hann í land. Veður á staðnum var gott og aðstæður til björgunar með betra móti.

Aðgerðin tók rúmlega tvær klukkustundir frá því að útkall barst en um fimmtán manns tóku þátt í aðgerðunum með einum eða öðrum hætti.

Fyrri grein„Erfitt að lýsa þessu ævintýri“
Næsta greinSleginn með flösku í höfuðið