Vélarvana bátur á Selvogsgrunni

Ljósmynd/Mannbjörg

Björgunarskip frá Grindavík og björgunarbátar frá Þorlákshöfn og Eyrarbakka eru nú á leið til aðstoðar bát sem er vélarvana á Selvogsgrunni, töluvert suðvestur af Þorlákshöfn.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu er áætlað að komið verði að bátnum um ellefuleytið og hann verði þá tekinn í tog til næstu hafnar. Reikna má með að það taki fram á nótt.

Fyrri greinSvekkjandi jafntefli hjá Hamarskonum
Næsta greinAndri Már sigraði á Hvaleyrinni