Vel matreidd Kóteletta

Það var líf og fjör á fjölskylduhátíðinni Kótelettunni á Selfossi í dag en þúsundir gesta lögðu leið sína á hátíðina sem hófst í gær og lýkur annað kvöld.

Í dag var matarkista Suðurlands opnuð og boðið upp á grillað kjöt, grænmeti og mjólkurafurðir úr héraðinu. Vinsælustu barnaskemmtikraftar landsins stigu á svið og fjölbreyttar vörur voru seldar í markaðstjöldum. Menn reyndu einnig með sér í kjötkappáti og stærsti lambborgari í heimi var afhjúpaður.

Í kvöld verður tónlistarhátíð í og við Hvítahúsið þar sem Karma, Jón Jónsson, Jet Black Joe, Sumargleðin og Skítamórall skemmta gestum. Á morgun verður m.a. útimessa og söngvarakeppni barna en dagskránni lýkur annað kvöld með tónleikum Ingó & Veðurguðanna og Páls Óskars.

Ágætis veður hefur verið á Selfossi í dag og hefur talsverð umferð verið í gegnum bæinn.

Fyrri greinFjör á íþróttahátíð
Næsta greinKlausturskeppnin blásin af