Björgunarsveitin Stjarnan í Skaftártungu fagnaði 50 ára afmæli um helgina með afmælisveislu og vígslu á húsi sveitarinnar.
Boðið var til veislu síðastliðinn laugardag og að sögn Pálmars Atla Jóhannssonar, formanns sveitarinnar, heppnaðist dagurinn einstaklega vel og frábært var að sjá hversu margir gáfu sér tíma til að koma og fagna áfanganum.
Fjöldi gesta heimsótti sveitina á þessum fallega degi, meðal annars þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar, fulltrúar Landsbjargar og annarra björgunarsveita. Séra Ingimar Helgason vígði og blessaði bygginguna og börn úr Skaftártungu fluttu tónlistaratriði. Stjörnunni bárust góðar gjafir af þessu tilefni, meðal annars veglegur styrkur frá Skaftárhreppi til tækja- og búnaðarkaupa.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr afmælisveislunni.







