Vel heppnuð afmælishátíð

Eitthundrað ára afmælishátíð Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð sem var haldin um helgina heppnaðist geysilega vel.

Í gær mættu hundruðir gesta á afmælistónleika á túninu fyrir framan kirkjuna en þar komu fram Kristjana Stefáns og Svavar Knútur, Bubbi Morthens og Helgi Björns og Reiðmenn vindanna en kynnir var Dóri DNA. Gestir undu sér vel í blíðviðrinu og tónleikarnir heppnuðust vel.

Í dag var svo hátíðarmessa þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup predikaði. Að lokinni messu var kirkjukaffi í hlöðunni á Breiðabólstað.

Fyrri greinEngin uppskera gegn Val
Næsta greinCissé á leið til Noregs